fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Gylfi kveður fimm liðsfélaga sína

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. júní 2021 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton hefur staðfest að fjórir leikmenn félagsins yfirgefi herbúðir þess í sumar, samningar þeirra eru á enda og stendur þeim ekki til boða að framlengja hann.

Theo Walcott er einn af þeim en hann kom til Everton í janúar árið 2018 frá Everton, kostaði hann félagið þá 20 milljónir punda. Walcott fann sig ekki í Guttagarði og var á láni hjá Southampton á liðnu tímabili.

Walcott mun formlega ganga í raðir Southampton í lok mánaðarins. Yannick Bolasie sem kostaði Everton 25 milljónir punda árið 2016, þarf einnig að fara. Hann hefur verið meiðslum hrjáður síðustu ár.

Josh King sem gekk í raðir Everton er einnig á förum og sömu sögu er að segja af Muhamed Besic. Þá fer Robin Olsen sem var á láni frá Roma aftur til Ítalíu.

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton á ár eftir af samningi sínum við Everton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt