Everton hefur staðfest að fjórir leikmenn félagsins yfirgefi herbúðir þess í sumar, samningar þeirra eru á enda og stendur þeim ekki til boða að framlengja hann.
Theo Walcott er einn af þeim en hann kom til Everton í janúar árið 2018 frá Everton, kostaði hann félagið þá 20 milljónir punda. Walcott fann sig ekki í Guttagarði og var á láni hjá Southampton á liðnu tímabili.
Walcott mun formlega ganga í raðir Southampton í lok mánaðarins. Yannick Bolasie sem kostaði Everton 25 milljónir punda árið 2016, þarf einnig að fara. Hann hefur verið meiðslum hrjáður síðustu ár.
Josh King sem gekk í raðir Everton er einnig á förum og sömu sögu er að segja af Muhamed Besic. Þá fer Robin Olsen sem var á láni frá Roma aftur til Ítalíu.
Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton á ár eftir af samningi sínum við Everton.