Saul Niguez gæti farið frá Atletico Madrid í sumar. Chelsea og Bayern Munchen eru bæði áhugasöm. Fabrizio Romano, einn fremsti blaðamaður heims er kemur að félagaskiptum knattspyrnumanna, greinir frá.
Saul, sem er 26 ára gamall miðjumaður, lék 33 leiki fyrir Atletico á síðustu leiktíð í La Liga. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hann missti sæti sitt í liðinu á seinni hluta leiktíðarinnar og gæti því verið opinn fyrir nýrri áskorun.
Hvorki Chelsea né Bayern hafa boðið í hann enn sem komið er og samkvæmt Romano er kapphlaupið galopið.
Ítalski blaðamaðurinn segir einnig frá því að Atletico horfi til Rodrigo de Paul, hjá Udinese, sem hugsanlegan arftaka Saul.
Saúl could leave Atlético Madrid this summer. FC Bayern are interested but no official bid yet, Chelsea are also informed on Saúl situation. Open race and no advanced negotiations yet. Atléti are already in talks for Rodrigo de Paul as potential replacement. 🇪🇸 #Atleti #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2021