fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Einkunnir eftir sigur á Færeyingum í rólegum leik – Birkir bestur

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. júní 2021 21:14

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann sigur á Færeyjum í vináttulandsleik í kvöld. Leikurinn var nokkuð dapur heilt yfir. Hér neðs í fréttinni má sjá einkunnir íslenskra landsliðmanna.

Færeyjar voru betri í fyrri hálfleiknum og stjórnuðu leiknum. Staðan í hálfleik var þó markalaus.

Mikael Neville Anderson skoraði svo eina mark leiksins á 70. mínútu með frábæru skoti eftir góðan undirbúnings Birkis Bjarnasonar og Alberts Guðmundssonar.

0-1 sigur staðreynd en þó vantaði upp á í frammistöðu nokkurra leikmanna Íslands.

Ögmundur Kristinsson 6

Heilt yfir öruggur í sínum aðgerðum og átti mikilvæga vörslu á ögurstundu í lok leiks.

Alfons Sampsted 5

Sást lítið í þessum leik. Engin slæm mistök varnarlega en bauð ekki upp á mikið hinum megin á vellinum.

Hjörtur Hermannsson 7

Gerði vel þar sem á þurfti að halda. Traustur í vörninni.

Brynjar Ingi Bjarnason 7

Var flottur í leiknum. Sendingar hans fram á við voru góðar og hann var mjög öruggur varnarlega. Var til að mynda mættur á marklínuna í lok leiks til að hreinsa frá skalla Brands Olsen.

Valgeir Lunddal 5

Mjög lítið áberandi í leiknum.

Aron Einar Gunnarsson 6

,,Solid“ frammistaða hjá fyrirliðanum.

Birkir Bjarnason 7

Spilaði stóra rullu í markinu með sendingunni á Albert og bjó til besta færi leiksins fyrir utan það með fyrirgjöfinni á Kolbein.

Ísak Bergmann Jóhannesson (’62) 4

Komst mjög lítið á boltann í kvöld á þeim tíma sem hann spilaði.

Jón Dagur Þorsteinsson 5

Átti ágætis leik úti vinstra megin.

Jón Daði Böðvarsson (’62) 4

Komst ekki í takt við leikinn á þeim tíma sem hann var inni á.

Kolbeinn Sigþórsson (’45) 4

Tapaði þó nokkrum skallaeinvígum gegn færeysku varnarmönnunum og klúðraði algjöru dauðafæri.

Varamenn

Albert Guðmundsson (’45) 6

Mikael Neville Anderson (’62) 7

Stefán Teitur Þórðarson (’62) 5

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“
433Sport
Í gær

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni
433Sport
Í gær

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref