Anthony Burke 42 ára gamall stuðningsmaður Manchester City hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá knattspyrnuvöllum.
Ástæðan er sú að hann var með rasisma í garð Fred leikmanns Manchester United árið 2019, atvikið átti sér stað í desember á því ári.
Málið hefur tafist í kerfinu vegna COVID-19 en nú er búið að dæma Burke í þriggja ára bann.
„Þetta var rasismi, ég sá þennan mann gera apahljóð. Það var 100 prósent það sem ég heyrði, ég hafði aldrei séð þetta,“ sagði öryggisvörður um málið.
Fred sem er frá Brasilíu er þeldökkur en umrætt atvik sást vel í sjónvarpi þar sem milljónir manna sáu atvikið.