Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, tekur ekki þátt á Evrópumótinu í knattspyrnu með enska landsliðinu.
Trent meiddist í vináttuleik gegn Austurríki í gærkvöldi. Undir lok leiksins haltraði bakvörðurinn knái af velli og nú hefur The Athletic staðfest að hann missi af mótinu.
Talið er að Trent verði frá í fjórar til sex vikur eins og fram kemur í The Athletic. Hann ætti því að vera tilbúinn með Liverpool þegar nýtt tímabil fer af stað í haust. Þetta er þó afar leiðinlegt fyrir leikmanninn en enskir blaðamenn voru vissir um að hann yrði ekki valinn í hópinn en Trent vann sér inn sæti í liðinu en verður frá að hverfa vegna meiðsla.
Búist er við því að Southgate kalli inn annan leikmann í hans stað. Líklegast verður það einn af þeim leikmönnum sem voru látnir fara úr hópnum í vikunni en þeir eru James Ward-Prowse, Ollie Watkins, Aaron Ramsdale, Ben Godfrey, Jessie Lingard og Ben White.
Trent Alexander-Arnold is out of the Euros. Devastating news for the #LFC right-back. Scan revealed he suffered a grade two quad tear v Austria. Out for 4 to 6 weeks. Will return home from the England squad tonight.
Full story…https://t.co/HCcAA5gSTQ— James Pearce (@JamesPearceLFC) June 3, 2021