fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Trent verður ekki með Englendingum á EM

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 17:18

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, tekur ekki þátt á Evrópumótinu í knattspyrnu með enska landsliðinu.

Trent meiddist í vináttuleik gegn Austurríki í gærkvöldi. Undir lok leiksins haltraði bakvörðurinn knái af velli og nú hefur The Athletic staðfest að hann missi af mótinu.

Talið er að Trent verði frá í fjórar til sex vikur eins og fram kemur í The Athletic. Hann ætti því að vera tilbúinn með Liverpool þegar nýtt tímabil fer af stað í haust. Þetta er þó afar leiðinlegt fyrir leikmanninn en enskir blaðamenn voru vissir um að hann yrði ekki valinn í hópinn en Trent vann sér inn sæti í liðinu en verður frá að hverfa vegna meiðsla.

Búist er við því að Southgate kalli inn annan leikmann í hans stað. Líklegast verður það einn af þeim leikmönnum sem voru látnir fara úr hópnum í vikunni en þeir eru James Ward-Prowse, Ollie Watkins, Aaron Ramsdale, Ben Godfrey, Jessie Lingard og Ben White.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd