fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

„Þetta er ekki Lionel Messi, sendið hann heim”

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 19:30

Jordan Henderson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Agbonlahor er ósáttur við Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool, og ákvörðun Gareth Southgate um að velja hann í hópinn þrátt fyrir meiðsli sem hafa plagað kappann í töluverðan tíma.

Henderson hefur ekki spilað leik síðan í febrúar eftir að hafa hlotið nárameiðsli í leik gegn Everton á Anfield. Henderson var ónotaður varamaður í vináttulandsleik Englands og Austurríkis í gærkvöldi og enn er óvíst hvort hann verði klár fyrir fyrsta leik Englendinga á EM sem fer fram 13. júní.

“Þetta Henderson mál truflar mig verulega,” sagði Agbonlahor á talkSPORT.

“Hann ætti bara að vera hreinskilinn við stjórann og segja honum frá því sem hann er að ganga í gegnum. Fáið inn Ben White, Eric Dier eða einhvern sem getur leyst þessa stöðu ef hann nær sér ekki.”

„Mér finnst hann vera sjálfselskur. Hópurinn var tilkynntur á mánudag og hann segir Southgate degi seinna að hann geti ekki spilað. Mótið hefst eftir 10 daga og þeir spila gegn Króatíu sem er gott lið. Leikmenn þurfa að vera í leikformi.“

„Þetta er ekki Lionel Messi, sendið hann heim. Við höfum aðra miðjumenn sem myndu standa sig alveg jafn vel og hann.“

Þetta eru ekki einu meiðslin sem læknateymi enska landsliðsins glímir við þessa stundina en Trent Alexander-Arnold haltraði út af í vináttulandsleiknum gegn Austurríki í gærkvöldi og nú hefur verið staðfest að hann verður ekki með á EM. Þá er Maguire enn tæpur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd