Jefferson Lerma leikmaður Bournemouth í enska boltanum hefur verið dæmdur í sex leikja bann og þarf að greiða 40 þúsund pund í sekt. Ástæðan er sú að hann beit andstæðing sinn í leik í nóvember.
Atvikið kom upp í næst efstu deild Englands þar sem Bournemouth lék gegn Sheffield Wednesday, þar beit Lerma andstæðing sinn Johs Windass.
Málið var fyrst tekið fyrir í desember en Lerma neitaði ávallt sök, málið var því rannsakaða og dómur kveðinn upp í vikunni.
Þar segir að öll sönnunargögn liggi fyrir og að þau staðfesti sekt Lerma sem áfram neitar sök. Lerma íhugar að áfrýja dómnum.
Bournemouth misókst að koma sér upp í efstu deild á liðnu tímabili en Lerma var einn mikilvægasti leikmaður félagsins.