David Luiz er í hópi fjölda manna sem kveður Arsenal í lok mánaðarins en þar að auki er Martin Odegaard. Dvöl hans tekur enda því Real Madrid vill endurheimta Odegaard.
Dani Ceballos sem verið hefur á láni hjá Arsenal í tvö ár frá Real Madrid en félagið hefur ekki áhuga á að selja hann.
Mat Ryan sem kom í janúar frá Brighton kveður einnig en Arsenal fékk hann til að taka stöðu varamarkmanns af Rúnari Alex Rúnarssyni.
Arsenal hefur verið að hreinsa til í leikmannahópi sínum síðustu mánuði en Mesut Özil, Sokratis, Shkodran Mustafi og Sead Kolasinac fóru allir yfrr á þessu ári.
Mikel Arteta hefur verið að hreinsa til hjá Arsenal og vonast hann til þess að geta styrkt liðið í sumar.