fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Reynsluboltar á RÚV í sumarstarf: Ólöf Rún og Arnar Björns snúa aftur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru margir að sperra eyrun þegar útvarpsfréttir á RÁS2 voru fluttar í dag. Arnar Björnsson fyrrum íþróttafréttamaður var þar mættur til að lesa hefðbundar fréttir og einnig mátti heyra í Ólöfu Rún Skúladóttur, sem gerði garðinn frægan sem frétta og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV á árum áður.

Bæði Arnar og Ólöf eru í hópi átta sumarstarfsmanna á fréttadeild RÚV í sumar. Arnar hefur starfað við fjölmiðla allt frá árinu 1979 er hann gaf út blað á Húsavík. Hann hóf síðan störf á RÚV árið 1986 sem almennur fréttamaður en fór nokkrum mánuðum síðar út í íþróttafréttir og hafði starfað við þær þangað til að hann missti starf sitt hjá Sýn á síðast ári.

„Þau eru í hóp fólks sem er í sumarafleysingum, það er algjörlega frábært að fá inn þetta reynslufólk. Ég er líka mjög glöð með það, að við réðum inn 8 manns í heildina. Þau eru frá 23 ára til 63 ára,“ sagði Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV í samtali við DV um málið.

Rakel segist hafa fengið mikil viðbrögð við því þegar fólk fór að heyra raddir Arnars og Ólafar í dag. „Þetta er öflugt teymi af nýliðum og reynsluboltum, ég er búin að fá mikil viðbrögð. Þetta eru raddir sem margir kannast við.“

Arnar og Ólöf munu starfa þvert yfir alla miðla RÚV, í útvarpi, sjónvarpi og á netmiðlum RÚV í sumar.

Arnar mættur þangað sem hann ætlaði sér:

Þegar Arnar var vikið úr starfi hjá Sýn sem íþróttaafréttamaður á síðasta ári hafði hann þetta að segja. „Ég ætlaði alltaf aftur í almennar fréttir en sportið er þannig að það er alltaf nýr leikur á morgun,“ sagði Arnar við DV á síðasta ári en hann er nú mættur þangað sem hann ætlaði sér, í almennar fréttir.

Arnar mun á RÚV starfa með dóttur sinni en Kristjana Arnarsdóttir hefur verið í hópi fremstu íþróttafréttamanna landsins auk þess að stýra spurningarþættinum vinsælka Gettu Betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“
433Sport
Í gær

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Í gær

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Í gær

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham