Ian Doyle einn af hinum mögnuðu fréttaskýrendum Liverpool Echo fór yfir ótrúlega staðreynd um Evrópumeistaralið Liverpool sem sigraði Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019. Þetta var leikurinn sem færði Klopp sín fyrstu verðlaun sem stjóri Liverpool og má segja að hafi verið neistinn sem kveikti bálið næstu mánuði á eftir.
Þrátt fyrir mikla velgegni mánuðina á eftir náði liðið aldrei leik saman aftur (þeir 11 sem byrjuðu í Madrid) og eiga líklega aldrei eftir að byrja leik fyrir Liverpool aftur.
Byrjunarliðið 1. júní 2019:
Alisson Becker stóð í markinu. Í vörninni voru þeir Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Virgil van Dijk og Andy Robertson. Á miðjunni voru Jordan Henderson, Fabinho og Gini Wijnaldum og frammi þríeykið góða Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino.
Allir þessir 11 hafa verið á mála hjá Liverpool næstu 2 leiktíðir á eftir en hafa aldrei náð leik saman eftir leikinn góða fyrir 2 árum sem hlýtur að teljast alveg ótrúlegt miðað við hversu íhaldssamur Klopp hefur verið á uppstillingu liðsins.
En þetta segir líka mikið um hvað gekk á leiktíðinni 2019/20 þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í 30 ár og meiðslahrinuna á leiktíðinni sem var að ljúka.
Eftir leikinn í Madrid vildi Klopp hafa Joe Gomez með Virgil van Dijk í miðverðinum. En eftir að Matip vann sér sæti í byrjunarliðinu á nýjan leik eftir fyrstu leikina var Adrian kominn í markið á kostnað Alisson Becker sem meiddist.
Þegar Alisson sneri aftur í markið var Mohamed Salah meiddur og lék ekki í jafnteflisleiknum við Manchester United. Salah var sá eini úr byrjunarliðinu góða í úrslitaleiknum sem lék ekki leikinn við erkifjendurna.
Matip byrjaði næstu 2 leiki eftir heimsókina á Old Trafford, jafnteflisleik við Shrewsbury Town í bikarnum og markalausan jafnteflisleik við við Everton á Goodison Park þar sem James Milner, Naby Keita og Takumi Minamino allir hófu leik.
Yfir á næstu leiktíð. Matip var ekki klár fyrr en í útileiknum víðfræga við Everton í október en þá spilaði brassinn Thiago Alcantara leikinn og Wijnaldum var eina breytingin frá byrjunarliði úrslitaleiksins 16 mánuðum fyrr. Í leiknum meiddist Van Dijk illa og var frá út leiktíðna. Yfirvofandi brotthvarf Wijnaldum núna þýðir að byrjunarliðið magnaða “The class of Madrid ’19” mun aldrei leika saman aftur.