fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Ótrúleg staðreynd um Evrópumeistaralið Liverpool 2019

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ian Doyle einn af hinum mögnuðu fréttaskýrendum Liverpool Echo fór yfir ótrúlega staðreynd um Evrópumeistaralið Liverpool sem sigraði Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019. Þetta var leikurinn sem færði Klopp sín fyrstu verðlaun sem stjóri Liverpool og má segja að hafi verið neistinn sem kveikti bálið næstu mánuði á eftir.

Þrátt fyrir mikla velgegni mánuðina á eftir náði liðið aldrei leik saman aftur (þeir 11 sem byrjuðu í Madrid) og eiga líklega aldrei eftir að byrja leik fyrir Liverpool aftur.

Byrjunarliðið 1. júní 2019:

Alisson Becker stóð í markinu. Í vörninni voru þeir Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Virgil van Dijk og Andy Robertson. Á miðjunni voru Jordan Henderson, Fabinho og Gini Wijnaldum og frammi þríeykið góða Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino.

Allir þessir 11 hafa verið á mála hjá Liverpool næstu 2 leiktíðir á eftir en hafa aldrei náð leik saman eftir leikinn góða fyrir 2 árum sem hlýtur að teljast alveg ótrúlegt miðað við hversu íhaldssamur Klopp hefur verið á uppstillingu liðsins.

En þetta segir líka mikið um hvað gekk á leiktíðinni 2019/20 þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í 30 ár og meiðslahrinuna á leiktíðinni sem var að ljúka.

Eftir leikinn í Madrid vildi Klopp hafa Joe Gomez með Virgil van Dijk í miðverðinum. En eftir að Matip vann sér sæti í byrjunarliðinu á nýjan leik eftir fyrstu leikina var  Adrian kominn í markið á kostnað Alisson Becker sem meiddist.

Þegar Alisson sneri aftur í markið var Mohamed Salah meiddur og lék ekki í jafnteflisleiknum við Manchester United. Salah var sá eini úr byrjunarliðinu góða í úrslitaleiknum sem lék ekki leikinn við erkifjendurna.

Matip byrjaði næstu 2 leiki eftir heimsókina á Old Trafford, jafnteflisleik við  Shrewsbury Town í bikarnum og markalausan jafnteflisleik við við Everton á  Goodison Park þar sem James Milner, Naby Keita og Takumi Minamino allir hófu leik.

Yfir á næstu leiktíð. Matip var ekki klár fyrr en í útileiknum víðfræga við Everton í október en þá spilaði brassinn Thiago Alcantara leikinn og Wijnaldum var eina breytingin frá byrjunarliði úrslitaleiksins 16 mánuðum fyrr. Í leiknum meiddist Van Dijk illa og var frá út leiktíðna. Yfirvofandi brotthvarf Wijnaldum núna þýðir að byrjunarliðið magnaða “The class of Madrid ’19” mun aldrei leika saman aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd