fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Fjölnir og Þróttur komu til baka – Sterkur sigur Grindavíkur

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í 5. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Grindavík tók á móti Selfossi, Þróttur sótti Gróttu heim og Afturelding tók á móti Fjölni.

Grindavík vann góðan sigur gegn Selfyssingum í rokinu á Grindavíkurvelli. Aron Jóhansson skoraði eina mark leiksins. Með sigrinum fer Grindavík upp í 3. sætið og Selfoss er í 11. sæti.

Grindavík 1 – 0 Selfoss
1-0 Aron Jóhannsson (´63)

Þróttarar komu til baka gegn Gróttu og sóttu 2-2 jafntefli. Grótta byrjaði leikinn af krafti og braut Pétur Theódór ísinn strax á 7. mínútu leiksins. Björn Axel tvöfaldaði forystu heimamanna á 28. mínútu. Halldór Kristján Baldursson sá rautt spjald á 74. mínútu eftir brot í teignum, upp úr því fengu Þróttara vítaspyrnu og Samuel Ford brást ekki bogalistin af punktinum. Hann jafnaði leikinn 10 mínútum seinna úr frábærri aukaspyrnu og þar við sat.

Eftir leikinn er Grótta í 4. sæti og Þróttur er í 10. sæti með jafnmörg stig og Selfoss en betri markatölu.

Grótta 2 – 2 Þróttur
1-0 Pétur Theódór Árnason (´7)
2-0 Björn Axel Guðjónsson (´28)
2-1 Samuel George Ford (´75)
2-2 Samuel George Ford (84)

Fjölnir kom einnig til baka á móti Aftureldingu eftir að hafa lent 2-0 undir. Elmar Kári kom Aftureldingu yfir eftir aðeins 7 mínútur. Georg Bjarnason tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Þá vöknuðu Fjölnismenn og minnkaði Valdimar Ingi muninn á 86. mínútu og Jóhann Árni jafnaði nokkrum mínútum síðar og tryggði Fjölni 1 stig úr leiknum.

Afturelding er í 9. sæti, stigi fyrir ofan Þróttara á meðan Fjölnismenn sitja sáttir í 2. sæti deildarinnar.

Afturelding 2 – 2 Fjölnir
1-0 Elmar Kári Enesson Cogic (´7)
2-0 Georg Bjarnason (´65)
2-1 Valdimar Ingi Jónsson (´86)
2-2 Jóhann Árni Gunnarsson (´90)

Markaskorar eru fengnir frá fotbolti.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum