fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Hættur 33 ára: Ævisagan vakti athygli – Vildi fá ný brjóst fyrir fóstureyðingu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 11:01

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 33 ára gamli Nicklas Bendtner hefur lagt skóna á hilluna eftir áhugaverðan feril, danski sóknarmaðurinn var meðal annars í herbúðum Arsenal og Juventus.

Síðustu ár hefur ferill hans legið niður á við en hann lék meðal annars með Rosenborg og FCK undir það síðasta.

Bendtner gaf út ævisögu á dögunum þar sem hann fer yfir ferill sinn og þar var margt áhugavert sem kom fram.

Spilafíkn:

Til að mynda talar Bendtner um spilafíkn sína. Eitt skipti þegar Bendtner átti erfitt með að ná góðum árangri með Arsenal ákvað hann að skella sér í spilavíti. „Ég hafði áður stigið mín fyrstu skref í þeim heimi – til að mynda með fyrrum liðsfélaga mínum Cesc Fabregas – en þarna var ég kominn með aðgang hjá alvöru stöðum,“ segir Bendtner í bókinni sinni.

„Aðgangurinn kostar um 5.000 pund [tæp 900.000 í íslenskum krónum] hver. Á elsta og fínasta spilavítinu í London, Les Ambassadeurs Club í Mayfair, líður mér eins og ég sé lifandi á ný.“

„Ég gat ekki staðist þetta“

Eitt kvöldið er Bendtner staddur við pókerborðið í spilavítinu og endar á því að vinna 220 þúsund pund eða um tæpar 40 milljónir í íslenskum krónum. „Þegar ég er að rölta yfir götuna að hótelinu mínu er ég með fullan bakpoka af 50 punda seðlum. Ég er svo stútfullur af adrenalíni að ég get ekki sofnað,“ segir Bendtner.

„Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta. Svo ég fer aftur í spilavítið, aftur og aftur. Á endanum er ég farinn að spila með peningana mína á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, í hverri viku frá 6 á kvöldin og til 4 á morgnanna. Ég gat ekki staðist þetta. Í staðinn fyrir að fara aftur á hótelið fullur af adrenalíni þá byrja ég að fara upp í rúmið, vitandi að ég tapaði 20, 50 eða 200 þúsund pundum.“

Bólfarir:

Í ævisögunni dregur hann fram þrjár sögur sem innihalda stelpur sem hann var með á tíma sínum hjá Arsenal, flest þessi atvik áttu sér stað í kringum 2009 þar sem hann var í stóru hlutverki hjá Arsenal.

Vildi fá ný brjóst fyrir fóstureyðingu:
„Ein stelpa sem ég hafði aðeins verið með kom og sagði að ég hefði gert sig ólétta. Hún sagði að það væri verðmiði á slíku ef hún ætti að gera eitthvað við það. Ég vissi ekkert hvað hún átti við. Hún sagði mér að ég yrði að borga fyrir brjóstastækkun. Ég borgaði fyrir þá aðgerð.“

Braut rúðu á glæsikerru hans:
„Þessi stúlka ákvað að taka múrstein og bomba honum í gegnum afturrúðuna á einum af Porche bílunum mínum. Ég var í íbúðinni minni og heyra hana öskrandi fyrir utan en ég ætlaði ekki að fara út. Það var ekkert til að ræða, hún var brjáluð af því að ég vildi ekki hitta hana lengur.“

Lét fötin hans hverfa:
„Þriðja stúlkan sem ég ætla að segja frá, hún hafði kíkt á síma minn eftir að ég sofnaði. Hún komst að því að ég var með nokkrar aðrar í takinu fyrir utan hana. Næsta morgun þá er hún bara búinn að láta sig hverfa, fötin mín voru líka horfin. Hún hafði skutlað þeim út um gluggann og þau voru þarna út um allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum