Nathaniel Phillips varnarmaður Liverpool sem átti frábæra spretti með Liverpool á þessu tímabili hefur fundið ástina. Hann og Molly Moorish dóttir Liam Gallagher hafa fundið ástina.
Phillips hefur sterka tengingu til Íslands en hingað hefur hann komið, faðir hans Jimmy Philips lék með Guðna Bergssyni hjá Bolton. Þeir voru liðsfélagar í sex ár og voru miklir vinir.
Phillips gekk í raðir Liverpool frá Bolton áirð 2016, vegna meiðsla fékk hann stórt hlutverk hjá Jurgen Klopp og stóð sig vel.
Molly er fyrirsæta og áhrifavaldur, faðir hennar varð heimsfrægur þegar Oasis hljómsveitin blómstraði á árum áður. Liam og Molly hafa hins vegar ekki alltaf verið í miklum tengslum.
Molly hitti föður sinn í fyrsta sinni fyrir þremur árum og hefur samband þeirra orðið afar náið eftir að þau kynntust.