Antoine Griezmann skoraði annað mark Frakka í gær þegar Frakkland tók á móti Wales í æfingaleik liðanna fyrir EM í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi.
Markið færir Griezmann einu marki nær toppnum en hann er nú fjórði markahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi.
Thierry Henry er markahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi með 51 mark, Olivier Giroud kemur næstur með 44 mörk og Michel Platini með 41 mark.
Griezmann er 30 ára og enn í fullu fjöri og gæti því vel klifrað upp listann á næstu árum.
Most goals scored for France:
◎ Thierry Henry (51)
◎ Olivier Giroud (44)
◎ Michel Platini (41)
◉ Antoine Griezmann (36)Griez is closing in on the top three. pic.twitter.com/vzHqfPPvz5
— Squawka Football (@Squawka) June 2, 2021