fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Fimm stærstu vandamál enska landsliðsins fyrir EM

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú styttist í EM en lið Englendinga hefur leik 13. júní gegn Króatíu á Wembley. Alltaf er mikið rætt og ritað um enska landsliðið en fyrsti æfingaleikur liðsins í undirbúningi fyrir EM fór fram í gær og tók Mirror saman fimm stærstu vandamálin sem steðja að liðinu fyrir Evrópumótið í knattspyrnu.

Trent Alexander-Arnold skilur eftir sig skarð
Eftir miklar vangaveltur var Trent Alexander-Arnold valinn í enska landsliðshópinn en hann hlaut meiðsli í æfingaleiknum gegn Austurríki í gærkvöldi og verður ekki með hópnum vegna þeirra meiðsla. Það eru vissulega þrír aðrir hægri bakverðir í hópnum en sóknar- og sendingargeta Trent er mikilvæg ásamt því að hann er góður í föstum leikatriðum.

Leikmenn valdir í æfingaleik sem eru ekki í hópnum
Mörgum fannst frábært að sjá Jesse Lingard og fleiri fá tækifæri í æfingaleiknum gegn Austurríki en engu að síður hefði kannski verið betra fyrir Southgate að spila þeim mönnum sem hann ætlar sér að nota á EM frekar og spila liðið í gang. Æfingaleikir eru jú til þess.

Illa farið með Grealish í æfingaleiknum
Jack Grealish var frábær í æfingaleiknum gegn Austurríki í gær. Leikmenn Austurríkis tóku líka hart á honum og var hann stöðugt í grasinu eftir tæklingar. Grealish er sá leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem var tæklaður oftast á tímabilinu en hann missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Hann sást með kælingu eftir leikinn en ekki er talið að þau meiðsli séu alvarleg.

Óstöðug varnarlína
Ótrúlegt en satt þá valdi Southgate jafn marga hægri bakverði og miðverði í lokahópinn. Tveir af fjórum miðvörðum í hópnum spiluðu gegn Austurríki í gær, Conor Coady og Tyrone Mings, og voru þeir ósannfærandi í leiknum. Þetta sýnir mikilvægi John Stones og Harry Maguire enn betur fyrir liðið og verða þeir að vera heilir ef England á að ná árangri.

Óvissa með Henderson og Maguire
Gareth Southgate er ekki enn viss hvenær Maguire nær sér af meiðslunum og það sama á við um Jordan Henderson. Þetta eru tveir lykilmenn í liðinu og margir hafa furðað sig á því að Southgate hafi valið þá þrátt fyrir meiðslin. Þeir eru einnig miklir leiðtogar og er afar vont fyrir liðið ef þeir ná sér ekki af meiðslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd