fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Conte tekur bara við Tottenham ef Harry Kane verður áfram

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, sem sagði nýverið upp hjá Ítalíumeisturum Inter, er í viðræðum við Tottenham. Í frétt The Times segir að Conte vilji aðeins taka við Tottenham ef liðinu tekst að halda Harry Kane áfram hjá félaginu.

Kane er eftirsóttur af ýmsum félgöum, sérstaklega Manchester United, Manchester City og Chelsea eftir að hann greindi frá því að hann vilji yfirgefa Tottenham til þess að vinna titla.

Þá segir einnig í frétt The Times að Conte vilji fá nægan pening á félagsskiptamarkaðinum í sumar til þess að styrkja liðið.

Fabrizio Romano heldur því fram að enn sé langt í land á milli Conte og Tottenham en Conte er þekktur fyrir það að vilja ansi há laun hjá þeim félögum sem hann starfar hjá.

Eftir að Conte var fyrst orðaður við starfið hjá Tottenham fóru blaðamenn á Mirror strax að grafa upp gömul ummæli hans um liðið þegar hann var stjóri Chelsea sem glöddu stuðningsmenn Tottenham á sínum tíma.

„Tottenham hefur nú mikil völd í enskum fótbolta. Þetta er þriðja árið þeirra undir stjórn Pochettino og ég held að nú sé tímabært að hætta að tala um þá sem litla liðið og frekar um lið sem geti keppt um alla titla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Liverpool
433Sport
Í gær

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“
433Sport
Í gær

Biður til guðs að Ratcliffe gefi sér og Amorim meiri tíma

Biður til guðs að Ratcliffe gefi sér og Amorim meiri tíma
433Sport
Í gær

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum