Síðasta vika var ansi góð hjá varnarmanninum Antonio Rudiger. Hann byrjaði á því að vinna Meistaradeildina með Chelsea en liðið sigraði Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðasta laugardag.
Þá eignaðist hann sitt annað barn í vikunni og tilkynnti frá því á Instagram síðu sinni. Nafn dóttur hans hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum en hún fékk nafnið Aaliyah Trophy Rudiger. Telja aðdáendur kappans að með miðjunafninu vísi hann í Meistaradeildarbikarinn sem Chelsea vann síðasta laugardag.
Ýmsir leikmenn Chelsea og fyrrum liðsfélagar sendu honum hamingjuóskir á Instagram. Leikmaðurinn sýnir venjulega lítið frá einkalífi sínu á samfélagsmiðlum en hann eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs 2020.
View this post on Instagram