fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

“Algjört klúður ef ég næ ekki titli með landsliðinu”

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 20:00

Harry Kane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane mun líta á það sem klúður ef hann klárar landsliðsferilinn án titils. Harry Kane fer með enska landsliðinu á EM í sumar sem hefst 11. júní. Frakkar eru taldir líklegastir til sigurs enda núverandi heimsmeistarar en Englendingar eru næstir í spám veðbanka.

England vann síðast titil á heimsmeistaramótinu 1966 og eru því liðin 55 ár frá síðasta titli enska landsliðsins. Kane telur að hæfileikarnir í liðinu séu til staðar í þetta skiptið.

“Faðir minn er fæddur 1964 og móðir mín 1966, svo þið sjáið hvað það er langt síðan. Það er undir okkur komið að bæta úr þessu,” sagði Harry Kane í viðtali við Evening Standard.

“Ég held að ef ég klári atvinnumannaferil minn án þess að vinna titil fyrir England þá muni ég líta á það sem algjört klúður.”

“Liðið er enn að þróast og það er nægt rými til bætingar en þetta er markmiðið og ég tel okkur geta staðið við það. Það eru miklar væntingar gerðar til okkar en ég tel að leikmennirnir séu tilbúnir í hvað sem er.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu