fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Vináttulandsleikir: Saka með sigurmark Englendinga – Leikmaður Liverpool sá rautt í stóru tapi gegn heimsmeisturunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 21:07

Mynd / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld. Stærstu landsliðin eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst þann 11. júní.

Erfitt fyrir tíu leikmenn Wales

Neco Williams var rekinn af velli um miðjan fyrri hálfleik er Wales mætti Frökkum á útivelli. Einum fleiri unnu heimsmeistararnir þægilegan sigur. Kylian Mbappe skoraði fyrsta mark þeirra á 35. mínútu. Antoine Griezmann bætti svo við marki í upphafi seinni hálfleiks. Ousmane Dembele gerði svo þriðja og síðasta mark Frakka þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Lokatölur urðu 3-0.

Saka skoraði sigurmarkið

England vann 1-0 sigur á Austurríki. Ungstirnið Bukayo Saka skoraði eina mark leiksins eftir tæpan klukkutíma leik.

Jafnt hjá Þýskalandi og Danmörku

Þýskaland og Danmörk gerðu 1-1 jafntefli. Florian Neuhaus kom Þjóðverjum yfir snemma í seinni hálfleik en Yussuf Poulsen jafnaði fyrir Dani þegar 20 mínútur lifðu leiks.

Hörkuleikur á milli Hollendinga og Skota

Jack Hendry kom Skotum yfir gegn Hollendingum á 11. mínútu. Memphis Depay jafnaði stuttu síðar. Kevin Nisbet skoraði annað mark skota um miðjan seinni hálfleik. Depay var þó aftur á ferðinni í lok leiks og tryggði Hollandi 2-2 jafntefli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið