fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Svona gæti Everton litið út undir stjórn Nuno – Enginn Gylfi Þór?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 19:45

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að Everton hafi áhuga á að ráða Nuno Espirito Santo sem knattspyrnustjóra eftir að Carlo Ancelotti yfirgaf félagið til þess að taka við Real Madrid. The Sun setti upp hugsanlegt byrjunarlið Everton undir stjórn portúgalska stjórans, taki hann við.

Nuno hætti sem stjóri Wolves á dögunum eftir farsæl ár í starfi. Taki hann við Everton mun hann líklega óska eftir því að fá fjármagn til að styrkja liðið og setja eigið handbragð á það.

Talið er að hann gæti reynt að næla í Rafael Leao frá AC Milan. Ruben Neves, Willy Boly og Nelson Semedo, leikmenn Wolves, eru þá einnig nefndir til sögunnar. Þeir hafa auðvitað allir leikið undir stjórn Nuno.

Það er athyglisvert að Gylfi Þór Sigurðsson er ekki settur í þetta hugsanlega byrjunarlið hjá breska miðlinum. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Hér fyrir neðan má sjá liðið sem The Sun stillti upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið