fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Sparaði ekki stóru orðin og hraunaði yfir Pep – ,,Stal Meistaradeildinni af félaginu og stuðningsmönnum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 18:16

Guardiola / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lotar Matthaus, goðsögn Bayern Munchen, segir að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafi stolið Meistaradeildartitlinum af stuðningsmönnum félagsins. Það er vegna leikskipulagsins í úrslitaleik keppninnar.

Man City tapaði gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðastliðinn laugardag, 1-0. Kai Havertz skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleiks. Guardiola hefur verið gagnrýndur töluvert fyrir liðsuppstillingu sína í leiknum. Hann geymdi bæði Rodri og Fernandinho á bekknum og spilaði ekki með neinn varnarsinnaðan miðjumann.

,,Með þessari liðsuppstillingu stal hann Meistaradeildildinni af félaginu og stuðningsmönnum. Hann verður að hlusta vel á hans hörðustu gagnrýnendur úr öllum áttum,“ sagði Matthaus.

Þessi fyrrum leikmaður Bayern, Inter og fleiri liða telur að leikmenn Man City gætu átt erfitt með að treysta Guardiola eftir tapið.

,,Ég er viss um að það verði í umræðunni að losa sig við hann. Leikmenn munu efast um hann eftir úrslitaleikinn. Hann þurfti bara að prófa eitthvað aftur, reyna að vera frumlegur á versta mögulega augnablikinu. Hann átti skilið að tapa.“ 

Matthaus gagnrýndi spænska stjórann einnig fyrir að hafa ekki spilað með hreinræktaðan framherja í leiknum. Sergio Aguero og Gabriel Jesus byrjuðu til að mynda báðir á bekknum.

,,Af hverju skildi hann Rodri og/eða Fernandinho eftir utan byrjunarliðs, byrjaði með sex sóknarsinnaða leikmenn en ekki með neinn framherja.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Firmino fer til Katar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Gyokores vekja mikla athygli: ,,Ég er klárlega einn af þeim“

Ummæli Gyokores vekja mikla athygli: ,,Ég er klárlega einn af þeim“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Græðgi Sancho kom í veg fyrir endanleg skipti til Chelsea – Sáttur á risalaunum í Manchester

Græðgi Sancho kom í veg fyrir endanleg skipti til Chelsea – Sáttur á risalaunum í Manchester
433Sport
Í gær

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United