Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United er sagður hafa fengið nóg af Aaron Wan-Bissaka bakverði liðsins þegar kemur að sóknarleik og hjálp þar. Manchester Evening News segir frá.
Wan-Bissaka er einn besti varnarbakvörður deildarinnar en framlag hans í sóknarleik liðsins er ábótavant.
Ole Gunnar er sagður vilja fá inn bakvörð til að keppa við Wan-Bissaka og er nafn Kieran Trippier sagt vera á blaði. Þá á félagið Diogo Dalot sem var á láni hjá AC Milan í ár.
Trippier ólst upp sem stuðningsmaður Manchester United en lék fyrir yngri lið Manchester City og kom svo upp í gegnum starfið hjá Burnley. Hann fór þaðan til Tottenham og síðan til Atletico Madrid.
Trippier er sagður hafa áhuga á því að snúa heim til Englands í sumar eftir vel heppnaða tveggja ára dvöl á Spáni.