Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins hefði ekkið tekið Harry Maguire með á Evrópumótið í sumar. Gareth Southgate valdi EM hóp sinn í gær.
Maguire sem hefur verið meiddur í tæpan mánuð er í hópnum, hann hefur ekkert getað æft of óvíst er hvenær hann getur byrjað að æfa.
„England þurfti annan mivðröð og það segir mér að Southgate ætlar að spila með þriggja manna vörn,“ sagði Ferdinand.
„Harry Maguire er ekki heill heilsu, ég hefði ekki tekið Maguire með. Ef þú ert ekki í formi, þá tekur það þig tíma að ná bata. Það er ekki glóra í þessu.“
„Ég hef verið í hóp þar sem leikmenn eru ekki í formi mæta, þetta gerðist með Beckham og Rooney. Eins góður og Maguire er, þá er hann ekki Beckham eða Rooney.“
„Þú átt ekki að taka leikmann sem er ekki 100 prósent heill. Það er erfitt að finna takt. Þetta truflar bara hópinn, vonandi afsannar Maguire það. Ég myndi elska það.“