Everton er að hefja viðræður við Nuno Espirito Santo um að taka við sem knattspyrnustjóri félagsins. Sky Sports fullyrðir þetta.
Everton leitar að arftaka Carlo Ancelotti sem sagði upp störfum í gær til að taka við Real Madrid. Ancelotti stýrði Everton í 18 mánuði.
Nuno Espirito lét af störfum hjá Wolves fyrir rúmri viku en eigendur Everton eru sagðir heillaðir af Nuno og hans starfi þar.
Ancelotti gerði ágætis hluti sem stjóri Everton en miklar væntingar voru gerðar til hans, ekki stóð hann undir öllum þeim væntingum.
Gylfi Þór Sigurðsson á ár eftir af samningi sínum við Everton og ljóst er að hann fær nú nýjan stjóra til að spila fyrir.