fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Í banni fyrir að hafa tekið ólögleg lyf – Keppir nú við Rúnar Alex í London

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er að ganga frá kaupum á Andre Onana markverði Ajax, eru kaupin samkvæmt miðlum í Hollandi á barmi þess að ganga í gegn.

Onana er 25 ára en hann kom upp í gegnum unglingastarf Barcelona áður en hann gekk ungur að árum í raðir Ajax árið 2015.

Onana er samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi búinn að samþykkja þriggja ára samning hjá Arsenal með möguleika á auka ári.

Staða Onana er þó ekki glæsileg en hann var dæmdur í eins árs bann fyrir að taka ólögleg lyf, gildir bannið fram í febrúar. Onana segist hafa tekið vitlaus lyf, hann hafi ætlað að taka verkjalyf en hafi tekið megrunarlyf í eigu konu sinnar.

Onana hefur áfrýjað dómnum og er niðurstaða væntanlega. Arsenal borgar tæpar 8 milljónir punda ef Onana verður löglegur í sumar en bara 1,7 milljónir punda ef Onana verður í banni fram í febrúar.

Koma Onana eru ekki góð tíðindi fyrir Rúnar Alex Rúnarsson sem verður þá áfram þriðji kostur í mark Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni