Arsenal er að ganga frá kaupum á Andre Onana markverði Ajax, eru kaupin samkvæmt miðlum í Hollandi á barmi þess að ganga í gegn.
Onana er 25 ára en hann kom upp í gegnum unglingastarf Barcelona áður en hann gekk ungur að árum í raðir Ajax árið 2015.
Onana er samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi búinn að samþykkja þriggja ára samning hjá Arsenal með möguleika á auka ári.
Staða Onana er þó ekki glæsileg en hann var dæmdur í eins árs bann fyrir að taka ólögleg lyf, gildir bannið fram í febrúar. Onana segist hafa tekið vitlaus lyf, hann hafi ætlað að taka verkjalyf en hafi tekið megrunarlyf í eigu konu sinnar.
Onana hefur áfrýjað dómnum og er niðurstaða væntanlega. Arsenal borgar tæpar 8 milljónir punda ef Onana verður löglegur í sumar en bara 1,7 milljónir punda ef Onana verður í banni fram í febrúar.
Koma Onana eru ekki góð tíðindi fyrir Rúnar Alex Rúnarsson sem verður þá áfram þriðji kostur í mark Arsenal.