Það andar köldu á milli Didier Deschamps og Aymeric Laporte varnmanns Manchester City. Laporte skipti um þjóðerni á dögunum og mun nú spila fyrir Spán.
Laporte er með ættartengsl til Spánar en hefur alla tíð litið á sig sem franskan ríkisborgara. Hann var hins vegar aldrei valinn í landsliðshóp Frakklands undir stjórn Deschamps.
Laporte sem er 27 ára gamall hefur sakað Deschamps um að svara ekki skilaboðum frá og þjálfarinn bregst við af hörku.
„Það sem lætur mér líða illa er það sem hann segir og það er lygi,“ sagði Deschamps.
„Ég fékk skilaboð frá honum í október vegna meiðsla sem hann hafði hlotið,“ sagði stjórinn en Laporte kveðst hafa sent honum skilaboð í mars.
„Hann hefur frelsið, hann hafði ekki spilað fyrir okkur. Hann hefur oft komið til greina en við erum með sterkan hóp.“