fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Staðfest að Gylfi fær nýjan yfirmann í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 17:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton hefur staðfest að Carlo Ancelotti sé hættur sem stjóri liðsins og hafi skrifað undir samning við Real Madrid.

„Ég hef notið þess að vera hjá Everton en ég fékk óvænt tækifæri sem ég trúi að sé rétt fyrir mig og mína fjölskyldu,“ sagði Ancelotti.

Zinedine Zidane sagði upp störfum í síðustu viku hjá Real Madrid, hann var ósáttur með Florentio Perez forseta félagsins.

Ancelotti var stjóri Real Madrid frá 2013 til 2015 og vann meðal annars Meistaradeildina. Ancelotti stýrði Everton í eitt og hálft ár.

Samkvæmt The Athletic hefur Everton áhuga á að ráða Steven Gerrard til starfa sem var goðsögn hjá Liverpool sem leikmaður. Óvíst er hvort Gerrard væri klár í að taka við erkifjendum Liverpool. Gerrard hefur gert vel hjá Rangers í Skotlandi.

Önnur nöfn á blaði Everton eru Rafa Benitez, David Moyess, Paulo Fonseca, Erik ten Hag og Roberto Martinez. Spenandi verður að sjá hver verður næsti yfirmaður og stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni