fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433Sport

Staða stóru strákana skoðuð – Hvað gera þau í sumar?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórliðin á Englandi eru nú á fullu á bak við tjöldin að reyna að styrkja lið sitt fyrir komandi átök í ágúst þegar enski boltinn fer aftur að rúlla.

Stór nöfn gætu verið í boði en Harry Kane, Jack Grealish, Jadon Sancho, Declan Rice og fleiri eru orðaðir við fjögur efstu liðin.

Manchester City og Manchester United horfa til Harry Kane en Grealish er á blaði City á meðan Sancho er orðaður við United.

Þá er fyrrum framheri Manchester United og nú framherji Lyon, Memphis Depay orðaður við Liverpool. Hann er að verða samningslaus og gæti komið frítt á Anfield.

Manchester City:

Áhersla City virðist vera sú að krækja í Jack Grelish og Harry Kane í sumar, til að fjármagna slík kaup gæti félagið selt Raheem Sterling og fleiri menn.

Mögulegt byrjunarlið City á næstu leiktíð: Ederson; Walker, Stones, Dias, Zinchenko; De Bruyne, Foden, Gundogan; Mahrez, Kane, Grealish.

Getty Images

Manchester United:

Vilja styrkja lið sitt verulega og er líklegt að Jadon Sancho komi til félagsins, Declan Rice er einnig á blaði. Þá hefur félagið áhuga á Harry Kane en hann virðist líklegri til þess að fara til Manchester City.

Ole Gunnar Solskjær vill svo fá miðvörð en Jules Kounde og Raphael Varane eru orðaðir við félagið.

Mögulegt byrjunarlið United á næstu leiktíð: Henderson; Wan-Bissaka, Kounde/Varane, Maguire, Shaw; Rice, Fernandes, Pogba; Sancho, Kane, Rashford.

Getty Images

Liverpool:

Liverpool hefur nú þegar keypt Ibrahima Konate frá Leipzig sem styrkir varnarleik liðsins, þá er líklegt að Liverpool versli hið minnsta tvo til viðbótar.

Sagt er að Jurgen Klopp vilji fá Yves Bissouma miðjumann Brighton og þá er Memphis Depay framherji Lyon orðaður við félagið, hann getur komið frítt.

Mögulegt byrjunarlið Liverpool á næstu leiktíð:
Alisson; Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson; Henderson, Fabinho, Bissouma; Salah, Depay, Mane.

Memphis Depay, leikmaður Lyon / GettyImages

Chelsea:

Thomas Tuchel fær mikið fjármagn í sumar og er talið að hann leggi mikla áherslu á það að krækja í Romelu Lukaku framherja Inter.

Declan Rice miðjumaður West Ham er á lista og Niklas Sule varnarmaður FC Bayern er einnig á blaði.

Mögulegt byrjunarlið Chelsea á næstu leiktíð: Mendy; Azpilicueta, Sule, Rudiger; James, Kante, Rice, Chilwell; Mount, Pulisic; Lukaku.

GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford mistókst að skora fyrir opnu marki

Rashford mistókst að skora fyrir opnu marki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nunez birtir kveðjubréf til stuðningsmanna – ,,Get yfirgefið með stolt í hjarta“

Nunez birtir kveðjubréf til stuðningsmanna – ,,Get yfirgefið með stolt í hjarta“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Tvenna frá Gylfa dugði ekki til í tapi – Valur með fimm stiga forskot

Besta deildin: Tvenna frá Gylfa dugði ekki til í tapi – Valur með fimm stiga forskot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Berbatov spenntur fyrir Sesko en vill ekki missa sig

Berbatov spenntur fyrir Sesko en vill ekki missa sig
433Sport
Í gær

Niðurlægði leikmennina fyrir framan allar myndavélarnar

Niðurlægði leikmennina fyrir framan allar myndavélarnar
433Sport
Í gær

Hefur rætt við stjórann og vill komast burt í sumar

Hefur rætt við stjórann og vill komast burt í sumar