Mason Greenwood sóknarmaður Manchester United hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í EM hóp Englands í sumar.
Gareth Southgate mun í dag velja EM hóp sinn en Greenwood ákvað að draga sig út úr hópnum. Hann vill jafna sig af meiðslum sem hafa hrjáð hann.
Greenwood gaf ekki kost á sér í EM hóp U21 árs landsliðs Englands í mars vegna meiðsla sem hafa haldið áfram að hrjá hann.
Southgate valdi upphaflega 33 leikmenn í hóp sinn en þarf í dag að velja 26 leikmenn en hann þarf ekki að íhuga hvort hann taki Greenwood með eða ekki.
Sex leikmenn munu því fá slæmu tíðindin í dag um að þeir fái ekki traustið í hópinn sem heldur á stórmótið.