fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Breiðablik selur Andreu til Bandaríkjanna

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, miðjumaðurinn öflugi, spilaði sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í stórsigrinum gegn Val. Hún er gengin til liðs við Houston Dash í bandarísku atvinnumannadeildinni, NWSL.

Breiðablik og Houston Dash náðu samkomulagi um félagaskiptin í vetur, hluti af samkomulaginu var að Andrea myndi hefja mótið með Breiðablik og spila út maí.

Andrea Rán byrjaði að æfa hjá Breiðabliki sex ára gömul og hefur á ellefu ára löngum meistaraflokksferli spilað 188 leiki og skorað 31 mark fyrir Breiðablik í öllum keppnum. Hún fór á láni til Le Havre í Frakklandi í vetur en sneri aftur í Kópavoginn í vor og spilaði alla fimm deildarleiki Blika það sem af er tímabili.

Hún hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki ásamt því að verða bikarmeistari í þrígang. Andrea Rán, sem á tíu A-landsleiki að baki, hefur síðustu ár verið í námi í Bandaríkjunum á veturna og spilað með Blikum á sumrin, en nú tekur hún næsta skref í atvinnumannadeildinni vestanhafs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám