fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Söfnuðu 270 þúsund krónum til minningar um Kamillu sem lést sex mánaða gömul

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 31. maí 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppboð á Liverpooltreyju sem Xabi Alonso áritaði lauk í gær. Hæsta boð var 270 þúsund krónur og rennur sú fjárhæð til Umhyggju, félags langveikra barna. Liverpool klúbburinn á Íslandi stóð fyrir uppboðinu.

Uppboðið hófst 23. maí og þá þegar fóru að berast boð í gripinn. Upphæðin hækkaði svo jafnt og þétt og um hádegisbil í gær barst svo hæsta boðið, 270 þúsund krónur.

Uppboðið var haldið til minningar um Kamillu Eir Styrmisdóttur sem lést 6. maí síðastliðinn tæplega sex mánaða gömul. Hún barðist bæði við hjartabilun og efnaskiptasjúkdóminn MMA. Umhyggja veitti fjölskyldu Kamillu mikinn stuðning bæði meðan á umönnun Kamillu stóð, sem og í kjölfar andláts hennar.

„Liverpoolklúbburinn á Íslandi er afar ánægður með hvernig til tókst og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í uppboðinu. Afhending á treyju og fjárhæð fer fram á næstu dögum,“ segir á vef klúbbsins.

Mynd Liverpool.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“