fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Ronaldo valinn besti framherjinn á Ítalíu

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 31. maí 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo var valinn besti framherji ítölsku deildarinnar, Seria A, þetta tímabilið. Ronaldo var markahæstur í deildinni á tímabilinu en hann skoraði 29 mörk í 33 leikjum.

Juventus gekk illa í deildinni á tímabilinu og rétt náði að tryggja sér Meistaradeildarsæti á lokadegi tímabilsins. Liðið vann þó bikarkepnnina sem gerði Ronaldo að fyrsta leikmanninum til að vinna alla titla sem í boði eru á Englandi, Spáni og Ítalíu.

Gianluigi Donnarumma, markmaður AC Milan, var valinn besti markmaðurinn. Hann hélt fjórtán sinnum hreinu.

Cristian Romero, varnarmaður Atalanta, var valinn besti varnarmaðurinn.

Nicolo Barella, miðjumaður Inter, var valinn besti miðjumaðurinn.

Romelu Lukaku var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann var frábær í liði Ítalíumeistaranna og var næstmarkahæstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“

Amorim harður á sínu – „Ekki einu sinni páfinn fær mig til að breyta“