fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Þjálfari Belgíu brjálaður út í Rudiger

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 20:25

Kevin De Bruyne og Rudiger

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátttaka Kevin De Bruyne á EM er í hættu eftir meiðsli sem kappinn hlaut í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fór fram í gærkvöldi.

De Brunye þurfti að fara út af eftir um það bil klukkutíma leik eftir að hafa lent saman við Anthony Rudiger en sá síðarnefndi fékk gult spjald fyrir atvikið.

De Bruyne staðfesti á Twitter í dag að hann hafi hlotið nefbrot ásamt broti í augntóttarbotni.

Fyrsti leikur Belgíu fer fram 12. júní gegn Rússlandi en eins og staðan er núna er óvíst hvort að leikmaðurinn verði búinn að jafna sig í tæka tíð. Heimildarmenn nálægt De Bruyne segjast þó vissir um að hann spili, jafnvel þótt hann verði með grímu.

Roberto Martinez, þjálfari Belgíu, fannst brotið glannalegt hjá Rudiger og hefði viljað sjá hann fá rautt spjald fyrir:

„Mér finnst Rudiger mjög, mjög heppinn,“ sagði Martinez í viðtali eftir leik.

„Hausarnir skella ekki saman heldur færir Rudiger öxlina að Kevin.“

„Fyrir mér var þetta kærulaust og hefði átt að vera rautt spjald.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli