fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Silva glaður hjá Chelsea – „Mér var alltaf kennt um töpin hjá PSG“

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 19:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thiago Silva viðurkenndi í viðtali eftir leik Chelsea gegn Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi að honum hafi fundist PSG kenna honum um ógöngur liðsins í Meistaradeildinni.

Chelsea varð Evrópumeistari í gær eftir 0-1 sigur. Silva haltraði út af eftir 39. mínútu með nárameiðsli.

Silva eyddi átta árum í París og komst næst því að vinna Meistaradeildina á síðasta ári þegar PSG tapaði 1-0 fyrir Bayern Munchen.

„Alltaf þegar PSG tapaði þá reyndi fólk að finna sökudólg og það var alltaf ég. Mér fannst það skrítið þar sem ég gaf alltaf allt í leikina,“ sagði Silva við RMC sport

Hann er virkilega glaður hjá Chelsea þessa dagana og þakkaði Lampard fyrir að hafa sannfært hann um að koma:

„Þetta er mikilvægasta augnablik ferilsins.“

„Tuchel breytti öllu hjá okkur. En það er mikilvægt að nefna Lampard líka, ég vil þakka honum fyrir að hafa fengið mig til Chelsea.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mourinho hélt að hann fengi annað starf

Mourinho hélt að hann fengi annað starf
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“