fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Pochettino hefur tilkynnt PSG að hann vilji fara

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 17:10

Mauricio Pochettino. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino hefur tilkynnt PSG að hann vilji yfirgefa félagið í sumar samkvæmt heimildum Goal. Félagið ætlaði að gefa Pochettino annað ár að minnsta kosti með liðið þrátt fyrir að hann hafi misst af deildartitlinum í Frakklandi og Meistaradeildinni.

Pochettino er á samning hjá PSG til ársins 2022 og vill ólmur komast í burtu en mun þó virða óskir félagsins ef hann verður beðinn um að vera áfram.

Tottenham og Real Madrid eru sögð hafa mikinn áhuga á Pochettino en bæði lið eru án þjálfara.

Tottenham rak Mourinho fyrr á árinu og hefur Ryan Mason verið bráðabirgðarstjóri félagsins frá þeim tíma. Daniel Levy er sagður ætla að leggja allt í sölurnar til þess að fá Pochettino aftur en hann viðurkenndi í viðtali um daginn að það hafi verið hans stærstu mistök á ferlinum að reka Pochettino á sínum tíma.

Þá er Pochettino efstur á listanum hjá Real Madrid eftir að Zinedine Zidane sagði upp hjá félaginu á dögunum samkvæmt Marca.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Giggs segir upp störfum

Giggs segir upp störfum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ferðast 11 ár aftur í tímann er hann fylgist með Garðbæingum – „Farið að minna á þetta örlagaríka sumar“

Ferðast 11 ár aftur í tímann er hann fylgist með Garðbæingum – „Farið að minna á þetta örlagaríka sumar“