fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Plús og mínus – Gamli góði Kolbeinn mættur aftur til leiks

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 02:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði 2-1 í æfingaleik gegn Mexíkó sem fram fór í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Marga af bestu leikmönnum Íslands vantaði í verkefnið.

Ísland komst yfir í fyrri hálfleik þegar Birkir Már Sævarsson lék á varnarmenn Mexíkó og hamraði boltanum í átt að marki. Ekki er öruggt að Birkir fái markið skráð á sig enda virtist boltinn á leið framhjá þegar hann fór í varnarmann.

Ísland var mikið mun betra í fyrri hálfleik en gaf verulega eftir í þeim síðari þar sem Hirving Lozano skoraði tvö fyrir Mexíkó.

Tap staðreynd en frammistaðan stóran hluta leiksins virkilega góð

Plús og mínus úr leiknum eru hér að neðan.

Plús

Það var virkilega gaman að sjá Ísak Bergmann Jóhannesson byrja sinn fyrsta A-landsleik, efnilegasti knattspyrnumaður Íslands átti fína spretti. Sérstaklega var gaman að sjá hann í varnarpressu, þá hluti leiksins gerði hann virkilega vel.

Óhætt er að fullyrða að Kolbeinn Sigþórsson framherji Íslands hafi ekki verið jafn frískur og öflugur í fimm ár, virðist lok laus við öll meiðsli og spilar mikið í Svíþjóð. Það sást í Dallas í nótt þar sem Kolbeinn var öflugur.

Aron Einar Gunnarsson lagði líf sitt og sál í leikinn. Fékk högg að því virtist á rifbeinin í fyrri hálfleik og það hafði áhrif á hann, fór af velli eftir tæpa klukkustund.

Arnar Þór Viðarsson og hans teymi getur fagnað þessum sigri í kvöld, erfiður undirbúningur þar sem nánast enginn vildi mæta í verkefnið en frammistaðan var öflug.

Mínus:

Hörður Ingi Gunnarsson var í vandræðum stærstan hluta leiksins, elti manninn sinn illa og var oft nálægt því að gefa mark.

Íslenska liðið féll alltof aftarlega á völlinn í síðari hálfleik og bauð hættunni heim, liðið virkaði hálf bensín laust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Í gær

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool