fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

„Guardiola hefur orðið fyrir afrísku bölvuninni“

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 17:45

Pep Guardiola

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola mun aldrei vinna Meistaradeildina aftur þar sem afrískir andar munu ekki leyfa það segir umboðsmaður Yaya Toure, Dmitri Seluk.

Manchester City tapaði 0-1 gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Þetta þýðir að það er áratugur síðan Guardiola vann stærstu verðlaunin í fótbolta með Barcelona árið 2011. Hann hefur síðan þjálfað stærsta félagið í Þýskalandi, Bayern Munchen og ríkasta klúbb Englands, Manchester City.

Dmitri Seluk er ekki á því að ástæðan fyrir þessu sé sú að Pep ofhugsi taktík sína í stóru leikjunum. Hann telur þetta vera vegna afrískrar bölvunar sem hvíli á honum.

Árið 2018 sagði Seluk að Pep hefði gert alla Afríku brjálaða með því að bekkja Yaya Toure á síðasta ári hans hjá City.

„Hann fékk alla Afríku á móti sér, margir afrískir aðdáendur hættu að styðja klúbbinn,“ sagði Seluk.

„Ég er viss um að að afrískir andar munu ekki leyfa Guardiola að vinna Meistaradeildina í framtíðinni.“

„Guardiola hefur orðið fyrir afrísku bölvuninni. Lífið mun sýna hvort ég hafi rétt fyrir mér eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Endalok Viðars á Akureyri?

Endalok Viðars á Akureyri?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu slagsmálin – Luis Enrique „kýldi“ stjörnu Chelsea í gólfið

Sjáðu slagsmálin – Luis Enrique „kýldi“ stjörnu Chelsea í gólfið
433Sport
Í gær

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“
433Sport
Í gær

Bíða eftir risatilboðum frá ensku stórliðunum

Bíða eftir risatilboðum frá ensku stórliðunum