fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Knattspyrnumaður ætlar ekki að þiggja bólusetningu – ,,Maður á að ráða líkama sínum sjálfur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 29. maí 2021 17:29

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt, hjá Juventus, hefur ekki farið í bólusetningu við COVID-19 og miðað við orð hans mun hann ekki þiggja eina slíka.

Sjálfur fékk De Ligt kórónuveiruna í janúar. ,,Ég var meiddur í þrjá mánuði, kom til baka og greindist með veiruna,“ sagði Hollendingurinn í viðtali þar sem hann ræddi krefjandi tímabil.

,,Ég hef ekki þegið bólusetningu, það er ekki skylda. Mér finnst að maður eigi að ráða líkama sínum sjálfur. Það er alltaf hætta á að smitast. Ég reyni að hitta eins fáa og ég get fyrir utan hollenska landsliðið.“ 

De Ligt, sem er 21 árs gamall, hefur leikið 36 leiki í öllum keppnum á tímabilinu. Talið er að Barcelona hafi áhuga á því að krækja í hann.

,,Ég er ánægður hjá Juve, mér líður eins og fiski í vatni. Orðrómarnir standast ekki eins og er. Þetta skiptir mig engu máli og enginn hefur sagt mér frá þessu,“ sagði varnarmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar