fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Fyrrum markvörður Man Utd að snúa aftur til félagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 29. maí 2021 20:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Heaton, markvörður Aston Villa, er á leið aftur til Manchester United. Nokkrir breskir miðlar hafa greint frá þessu síðustu daga.

Samningur leikmannsins við Villa rennur út í næsta mánuði. Hann mun þá ganga til liðs við Man Utd á frjálsri sölu og skrifa undir tveggja ára samning. Þessa stundina er Heaton í fjölskyldufríi erlendis. Hann mun ganga frá smáatriðum þegar hann snýr aftur til Englands.

Heaton var á mála hjá Man Utd til ársins 2010. Hann lék þó aldrei leik fyrir aðallið félagsins.

Markvörðurinn hefur leikið fyrir Burnley, sem og auðvitað Aston Villa, í ensku úrvalsdeildinni. Hann lék þó ekkert á nýafstaðinni leiktíð með Villa.

Lee Grant og Sergio Romero gætu verið á förum frá Man Utd og leitar félagið því til Heaton. Fyrir eru svo þeir David De Gea og Dean Henderson í baráttu um markvarðastöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar