fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Arsenal gæti losað sig við þrjá miðjumenn – ,,Hefur brennt allar brýr að baki sér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 29. maí 2021 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal mun líklega losa sig við miðjumenn á næstunni. Matteo Guendouzi, Granit Xhaka og Lucas Torreira gætu allir verið á förum. Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Roma hefur áhuga á að kaupa Xhaka, sem hefur verið hjá Arsenal frá því 2016. Þeir vilja ná samningum við Arsenal og leikmanninn sem fyrst.

Lucas Torreira hefur verið á láni hjá Atletico Madrid á tímabilinu sem er nýlokið. Hann vann til að mynda La Liga með félaginu. Arsenal er sagt opið fyrir því að selja hann.

Guendouzi var á láni hjá Hertha Berlin á tímabilinu. Það þykir nánast óumflýjanlegt að hann fari annað þegar hann snýr aftur úr láninu. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er ekki mikill aðdáandi. Þá skrifuðu þeir James McNicholas og Mark Carey grein fyrir The Athletic á dögunum þar sem þeir sögðu Guendouzi hafa ,,brennt allar brýr að baki sér hjá Arsenal.“ Leikmaðurinn getur verið ansi skapstór og tók meðal annars Neal Maupay, leikmann Brighton, hálstaki í leik með Arsenal í fyrra. Marseille er langlíklegasti áfangastaður Frakkans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar