fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

2. deild kvenna: 18 mörk í tveimur leikjum

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 29. maí 2021 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í þriðju umferð 2. deildar kvenna í dag. Völsungur vann stórsigur á KM og Sindri vann SR á útivelli.

Frederica Silvera Arias kom Sindra yfir snemma leiks. Samira Suleman tvöfaldaði forystu þeirra um miðjan fyrri hálfleikinn. Frederica skoraði svo tvö mörk á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks. Þar með var hún komin með þrennu. Tara Sveinsdóttir minnkaði muninn fyrir SR eftir rúman klukkutíma leik. Regielly Halldórsdóttir skoraði svo fimmta mark Sindra seint í leiknum áður en Sierra Marie Lelii klóraði í bakkann fyrir SR. Lokatölur 2-5.

Völsungur vann KM svo hvorki meira né minna en 11-0 á útivelli. Kristín Eik Harðardóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk. Elfa Mjöll Jónsdóttir skoraði tvö mörk. Marta Sóley Sigmarsdóttir, Sarah Catherine Elnicky og Samara De Freitas Martins Lino gerðu svo eitt mark hvor. Eitt markanna var svo sjálfsmark hjá Helgu Bjarney Bjarnadóttur, leikmanni KM.

Völsungur er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og Sindri í því sjötta með 3 stig eftir tvo leiki. SR og KM eru svo bæði án stiga eftir þrjá leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni