fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Varð ófrísk á sama tíma og hún hataði eiginmann sinn – Barði hann fyrir framan alla í dýragarði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. maí 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur gustað um hjónabandið hjá Peter Crouch fyrrum leikmanni enska landsliðsins og Abbey Clancy en saman eiga þau fjögur börn. Áður en fjórða barnið Jack kom í heiminn fyrir ári síðan var samband Crouch og Abbey í tómu tjóni, þau hötuðu hvort annað að hennar sögn. Abbey segir að fjórða barnið hafi bjargað hjónabandinu.

„Ég ætlaði mér ekki að eignast fleiri,“ sagði Abbey en þau eiga saman Liberty sem er fimm ára, Johnny er þriggja ára og Jack sem er eins árs, fyrir áttu þau Sophia sem er tíu ára.

„Ég var að máta föt þegar konan spurði mig hvort ég væri ófrísk. Hún sá það á líkama mínum, ég hringdi í Crouch og ætlaði að láta hann vita en hann var með félaga sínum. Ég var hrædd, það voru tveir tímar í að hann kæmi heim en ég fékk tíma til að hugsa þetta.“

„Við hötuðum hvort annað á þessu tímabili, ég veit því ekki hvernig ég varð ófrísk ef ég er heiðarleg. Við köllum hann guðsgjöf, hann er frábær.“

Kýldi Crouch og skvetti á kaffi:

Abbey sagði frá því að Crouch hefði á dögunum týnt Jack sem er eins árs þegar þau voru í dýragarði. „Ég fór á klósettið, ég var í burtu í eina sekúndu og þegar ég kom sat Crouch bara þarna. Ég spurði hvar barnið væri. Við fundum hann ekki, ég fór á taugum. Hann hafði sloppið út um hlið á leikvelli þarna og komið sér inn þar sem lömbin voru. Þar var á og allt, ég var svo hrædd. Ég réðst á Crouch þar fyrir framan alla.“

„Ég skvetti kaffibolla á hann og lamdi hann, ég styð ekki ofbeldi en ég fór á taugum. Ég var svo hrædd, þetta var hræðilegt.“

„Ég er stressuð með allt en Crouch er rólegur, reyndar alltof rólegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar