fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Stórstjarnan sökuð um að hafa girt niðrum sig og skipað henni að veita sér munnmök

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. maí 2021 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nike hefur greint frá því að fyrirtækið hafi rift samningi sínum við Neymar á síðasta ári vegna ásakanna um grófa kynferðislega áreitni, þá vildi Neymar ekki taka þátt í því að upplýsa um málið í samstarfi við Nike. Var það til þess að Nike rifti samningi við Neymar sem átti að gilda til ársins 2022.

Neymar er sakaður af starfsmanni Nike um að hafa áreitt sig kynferðislega árið 2016, meint áreiti á að hafa átt sér stað í New York árið 2016 en Neymar neitar sök.

Starfsmaður sakar Neymar um að hafa reynt að þvinga sig til að veita honum munnmök á hótelherbergi í New York þegar Neymar var í borginni til að auglýsa vörur Nike.

Neymar er sakaður um að hafa klætt sig úr nærbuxunum og sagt konunni að veita sér munnmök, þá segir konan að Neymar hafi staðið fyrir hurðinni og neitað að hleypa sér út.

Neymar hafnar þessu öllu en starfsmaður Nike lét fyrirtækið vita árið 2018, fyrirtækið hóf rannsókn á málinu ári síðar og hættu að nota Neymar í auglýsingum. Hann vildi ekkert hjálpa til við að upplýsa um málið og var samningi hans við Nike rift. Samningurinn gaf Neymar verulegar upphæðir í vasann.

Hann samdi við Puma eftir að samningi hans við Nike var rift og er sagður einn tekjuhæsti íþróttamaður í heimi þegar kemur að samningi við íþróttavörumerki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mun Chelsea samþykkja skiptin?

Mun Chelsea samþykkja skiptin?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Harðhaus Villa reif treyju Greenwood – Sjáðu slagsmálin

Harðhaus Villa reif treyju Greenwood – Sjáðu slagsmálin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg
433Sport
Í gær

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa bullandi trú: ,,Hann mun ganga frá þér“

Arteta virðist hafa bullandi trú: ,,Hann mun ganga frá þér“