Juventus hefur staðfest að félagið hafi rekið Andrea Pirlo úr starfi þjálfara, tíðindin koma ekki á óvart. Juentus rétt slefaði inn í Meistaradeildarsæti.
Í fréttum á Ítalíu kemur fram að Juventus ætli að ráða Max Allegri, hann lét af störfum sem þjálfari liðsins fyrir tveimur árum.
Allegri hefur áhuga á að taka starfið aftur en forráðamenn Juventus vilja gera breytingar í hvelli.
Inter Milan og Real Madrid hafa einnig verið í viðræðum við Allegri en nú stefnir allt í að hann taki aftur við Juventus.
Pirlo var goðsögn hjá Juventus sem leikmaður en frumraun hans í þjálfun gekk brösuglega, kröfurnar hjá Juventus eru alltaf að vinna deildina en undir stjórn Pirlo var Juventus aldrei líklegt til þess.