fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Frábær endurkoma Selfyssinga – Fram áfram með fullt hús eftir sigur

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. maí 2021 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum lauk nýlega í 4. umferð Lengjudeildar karla.

Fram heldur áfram að vinna

Fjölnir tók á móti Fram í miklu roki í Grafarvoginum. Albert Hafteinsson skoraði eina mark leiksins fyrir Fram um miðja fyrri hálfleik.

Fram er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Fjölnir er með 9 stig. Þetta var þeirra fyrsta tap.

Nóg af mörkum fyrir sunnan

Selfoss tók á móti Gróttu. Hinn eldheiti Pétur Theódór Árnason kom gestunum yfir á 40. mínútu. Kjartan Kári Halldórsson tvöfaldaði forystu þeirra rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Hann skoraði svo aftur eftir klukkutíma leik. Úrslit leiksins virtust ráðin en stuttu síðar minnkaði Hrvoje Tokic muninn fyrir Selfoss. Heimamenn skoruðu svo annað mark á 71. mínútu. Þar var að verki Valdimar Jóhannsson. Tokic skoraði svo annað mark sitt örskömmu síðar. Mögnuð endurkoma Selfoss staðreynd. Lokatölur 3-3.

Selfoss er með 6 stig eftir fjóra leiki. Grótta hefur 7 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans