fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Jón Dagur skoraði í hádramatískum leik er AGF tryggði sér sæti í Evrópukeppni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. maí 2021 20:16

Jón Dagur í leik með AGF/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF í kvöld og skoraði er liðið sigraði Aalborg í úrslitaleik um sæti í Sambandsdeild Evrópu (e. Europa Conference League). Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Bror Blume kom AGF yfir á 20. mínútu leiksins. Tom van Weert jafnaði fyrir Aalborg þegar 20 mínútur lifðu leiks. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að fara í framlengingu.

Kasper Kusk kom Aalborg yfir á 19. mínútu framlenginarinnar. Það stefndi í að þeir væru á leið í Evrópu þegar AGF fékk víti í blálokin. Á punktinn fór Jón Dagur og skoraði. Staðan 2-2 eftir framlengingu og því var gripið til vítaspyrnukeppni.

Þar skoraði AGF úr þremur spyrnum en Aalborg aðeins einni. Jón Dagur skoraði úr sinni spyrnu. AGF fer því í Sambandsdeildina á næstu leiktíð.

Andrea Mist lék í jafntefli

Andrea Mist Pálsdóttir var í byrjunarliði Vaxjö í sænsku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Linköpings. Hún spilaði tæpar 80 mínútur. Vaxjö er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig eftir sjö leiki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mourinho hélt að hann fengi annað starf

Mourinho hélt að hann fengi annað starf
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Læsti eiginkonu sína úti eftir að hann kom heim og sá hvað hún hafði gert

Læsti eiginkonu sína úti eftir að hann kom heim og sá hvað hún hafði gert