fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Arnar útskýrir óvænt brotthvarf Ragnars í gær – „Því miður þá kom eitthvað upp, við vonum að það verði í lagi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. maí 2021 19:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands segir að eitthvað hafi komið upp á í fjölskyldu Ragnars Sigurðssonar sem varð þess valdandi að hann yfirgaf herbúðir íslenska landsliðsins í gær.

Ragnar var mættur með landsliðinu til Dallas í Bandaríkjunum þar sem liðið mætir Mexíkó á morgun, Ragnar hvarf á brott mjög skyndilega og komu tíðindin á óvart.

„Raggi kom til mín og tilkynnti að hann þyrfti að yfirgefa hópinn, það er eitthvað tilfallandi í fjölskyldunni hans. Persónulegar ástæður,“ sagði Arnar Þór á fréttamannafundi í dag í Dallas.

Getty Images

Arnar segir ljóst að menn ferðist ekki til Dallas til þess að yfirgefa hópinn sólarhring síðar án ástæðu. „Menn hopp ekkert frá Dallas nema að það sé eitthvað sem menn þurfa að taka á í sinni fjölskyldu. Það er það eina sem við vitum, ég myndi gjarnan vilja hafa Ragga hérna.“

Planið var að Ragnar myndi ekki spila á morgun en hann er án félags. „Við vildum hafa Ragga og sjá hversu langt við kæmumst með hann, sjá hvar hann stæði og svo myndi hann spila í leik tvö og þrjú. Því miður þá kom eitthvað upp, við vonum að það verði í lagi.“

Allir aðrir leikmenn liðsins sem fóru til Dallas eru heilir heilsu. „Það var svolítið sjokk að missa Ragga,“ sagði Arnar og sagði að allir aðrir væru heilir heilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Í gær

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Í gær

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Lingard opinn fyrir endurkomu

Lingard opinn fyrir endurkomu
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“