fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Pressa á UEFA að hætta við breytingar á Meistaradeildinni

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komin alvöru pressa á UEFA að hætta við breytingar á Meistaradeildinni sem þeir tilkynntu í apríl. Sú tilkynning fór algjörlega í skuggann af Ofurdeildinni frægu sem hætt var við aðeins nokkrum dögum seinna.

Meðal þeirra breytinga sem eiga að verða á Meistaradeildinni eru að fleiri leikir verða spilaðir og einnig á að tryggja það að „stóru klúbbarnir“ í Evrópu geti komist í keppnina án þess að hafa tryggt sér réttinn til þess úr deildarkeppni.

Forseti LaLiga, Javier Tebas, er í stjórn samtakanna sem munu koma til með að endurskoða þessa ákvörðun UEFA og segist hann sannfærður um það að fallið verði frá þessari ákvörðun, samkvæmt Marca.

Þá sagði formaður Crystal Palace, Steve Parish, á fundi í Madríd í vikunni að það væru breytingar á leiðinni.

UEFA tilkynnti að frá 2024 myndi fjöldi liða aukast úr 32 í 36, og af þessum fjórum aukasætum færi helmingur til „stóru liðanna“ sem hefðu ekki tryggt sér rétt á að spila í Meistaradeildarsæti úr deildarkeppni. Í frétt Daily Mail segir að þetta svipi til þess sem Ofurdeildin fræga ætlaði að gera og verða fótboltaaðdáendur um heim allan ósáttir ef ekki verður hætt við þessa breytingu á Meistaradeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“