fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Pressa á UEFA að hætta við breytingar á Meistaradeildinni

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komin alvöru pressa á UEFA að hætta við breytingar á Meistaradeildinni sem þeir tilkynntu í apríl. Sú tilkynning fór algjörlega í skuggann af Ofurdeildinni frægu sem hætt var við aðeins nokkrum dögum seinna.

Meðal þeirra breytinga sem eiga að verða á Meistaradeildinni eru að fleiri leikir verða spilaðir og einnig á að tryggja það að „stóru klúbbarnir“ í Evrópu geti komist í keppnina án þess að hafa tryggt sér réttinn til þess úr deildarkeppni.

Forseti LaLiga, Javier Tebas, er í stjórn samtakanna sem munu koma til með að endurskoða þessa ákvörðun UEFA og segist hann sannfærður um það að fallið verði frá þessari ákvörðun, samkvæmt Marca.

Þá sagði formaður Crystal Palace, Steve Parish, á fundi í Madríd í vikunni að það væru breytingar á leiðinni.

UEFA tilkynnti að frá 2024 myndi fjöldi liða aukast úr 32 í 36, og af þessum fjórum aukasætum færi helmingur til „stóru liðanna“ sem hefðu ekki tryggt sér rétt á að spila í Meistaradeildarsæti úr deildarkeppni. Í frétt Daily Mail segir að þetta svipi til þess sem Ofurdeildin fræga ætlaði að gera og verða fótboltaaðdáendur um heim allan ósáttir ef ekki verður hætt við þessa breytingu á Meistaradeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varð rennandi blautur í beinni útsendingu – Sjáðu skondið myndband

Varð rennandi blautur í beinni útsendingu – Sjáðu skondið myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Garnacho hafnaði því að fara til liðs við Cristiano Ronaldo

Garnacho hafnaði því að fara til liðs við Cristiano Ronaldo
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum
433Sport
Í gær

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Í gær

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or