fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Pepsi-Max kvenna: Ótrúlegur sigur Blika í 10 marka leik

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 19:54

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tók í kvöld á móti Breiðablik í 5. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Mikil spenna var fyrir leiknum enda hafa þessi tvö lið verið í sérflokki í deildinni síðustu ár. Leiknum lauk með ótrúlegum 3-7 sigri BLika.

Valur byrjaði leikinn af krafti fyrstu mínúturnar, komust í hörku færi strax í fyrstu sókn. Sísí Lára kom Val yfir eftir aðeins 6. mínútur úr hornspyrnu.

Þá kviknaði heldur betur á Blikaliðinu og þær yfirspiluðu Val út fyrri hálfleikinn. Kristín Dís jafnaði eftir hornspyrnu á 11. mínútu og Tiffany McCarthy kom Blikum yfir aðeins fjórum mínútum síðar.
Fjórum mínútum síðar skoraði nýi leikmaður Blika, Taylor Marie Ziemer, frábært mark eftir hörkuskot fyrir utan teig.
Mary Alice lenti í því óláni að skora sjálfsmark á 31. mínútu eftir góða sókn sem Áslaug Munda bjó til. Breiðablik var því 1-4 yfir í hálfleik.

Flestir bjuggust við því að Valsstelpur kæmu brjálaðar í seinni hálfleikinn en það voru Blikar sem héldu áfram að sækja. Agla María skoraði fimmta markið á 51. mínútu, Tiffany bætti við því sjötta níu mínútum síðar. Karitas Tómasdóttir skoraði svo sjöunda mark Blika á 65. mínútu.

Elísa Viðarsdóttir skoraði mark á 73. mínútu úr fyrirgjöf sem fór yfir Telmu í markinu. Elín Metta skoraði svo stórkostlegt mark og sitt fyrsta í sumar nokkrum mínútum síðar. Valur náði ekki lengra en það og ótrúlegur 3-7 sigur Blika staðreynd.

Blikar komast þá í 2. sætið með 12 stig og Valur situr í 3. sæti með 10 stig.

Valur 3 – 7 Breiðablik
1-0 Sigríður Lára Gunnarsdóttir (´6)
1-1 Kristín Dís Árnadóttir (´11)
1-2 Tiffany Janea McCarty (´15)
1-3 Taylor Marie Ziemer (´19)
1-4 Mary Alice Vignola sjálfsmark (´31)
1-5 Agla María Albertsdóttir (´51)
1-6 Tiffany Janea McCarty (´60)
1-7 Karitas Tómasdóttir (´65)
2-7 Elísa Viðarsdóttir (´73)
3-7 Elín Metta Jenssen (´80)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög