fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

De Gea fylgdi ekki ráðum þjálfaranna í vítakeppninni – Var með svindlblað með sér

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 20:46

David de Gea

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villareal mætti Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Staðan var 1-1 að lokinni framlengingu og þá tók við vítaspyrnukeppni. Alls voru teknar 22 spyrnur í ótrúlegri vítakeppni þar sem allir skoruðu nema De Gea.

Áður en vítakeppnin hófst gáfu Richard Hartis og Craig Mawson, en þeir eru í þjálfarateymi Manchester United, De Gea lista yfir leikmenn Villareal og hvar þeir skjóta venjulega í vítum. Fékk hann „svindblaðið“ með sér og geymdi það í handklæðinu segir í frétt The Sun.

De Gea varði ekkert víti og var í raun langt frá því í flestum spyrnunum. De Gea fylgdi svindlblaðinu í fyrstu spyrnunum en hann fór sína eigin leið og gegn ráðum þjálfarans þrisvar sinnum.

Moi Gomez tók sjöttu spyrnu Villareal og stóð í svindblaðinu að hann myndi skjóta í miðjuna. De Gea ákvað að fara til vinstri en þjálfararnir höfðu rétt fyrir sér og skaut Gomez á mitt markið.

De Gea sleppti því einnig að fylgja ráðum þjálfaranna í vítaspyrnu Francis Coquelin og Pau Torres. De Gea fékk þó engin ráð um hvert Geronimo Rulli myndi skjóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög